top of page
UM M3 FASTEIGNaþróun

M3 fasteignaþróun hefur unnið að fjölbreyttum fasteignaverkefnum. Uppbygging fyrir ferðaþjónustumarkaðinn hefur fyrirferðamikill síðustu ár og  hefur M3 meðal annars unnið að breyttri nýtingu atvinnuhúsnæðis (skrifstofum og banka) yfir í hótel. Félagið hefur einnig leitt framkvæmdir við nýbyggingu atvinnuhúsnæðis nú síðast byggingu hótels við Laugaveg. M3 hefur einnig unnið að margvíslegum íbúðarverkefnum í flestum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við bæði aðra fjárfesta og fagaðila á byggingarmarkaði.

Það er leiðarljós M3 fasteignaþróunar að ná fram hagkvæmni í fasteignaverkefnum með vönduðu hönnunarferli og undirbúningi áður en af stað er farið.
 
„Í upphafi skal endinn skoða“

Framkvæmdastjóri 

Örn hefur starfað í fasteignageiranum í yfir 20 ár. Hann vann að stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar 1998-2000 og var síðar framkvæmdstjóri þar til 2005. Seinna stýrði hann stærsta fasteignasafni landins sem framkvæmdastjóri Landic property á Íslandi og leiddi þar bæði kaup á minni fasteignasöfnum auk fasteignauppbyggingar á lóðum félagsins. Hann starfaði sem sjálfstæður ráðgjafi á fasteignasviði áður en hann stofnaði FÍ fasteignasjóð í samvinnu með MP banka og mörgum af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Árið 2015 stofnaði hann M3 og hefur í kjölfarið unnið að margvíslegum fasteignaverkefnum á eigin vegum sem og í samvinnu við ýmsa verktaka, fjárfesta og fyrirtæki. Verkefnin hafa bæði verið á atvinnuhúsnæðismarkaðnum og íbúðamarkaðnum.    

bottom of page